Menu
RSS

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, miðvikudaginn 2. desember kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Ný stjórn HH og ályktun aðalfundar 2015

Hagsmunasamtök heimilanna héldu árlegan aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 21. maí.

Á fundinum var aðalstjórn samtakanna endurkjörin en hana skipa: Guðrún Harðardóttir, Jón Helgi Óskarsson, Páll Böðvar Valgeirsson, Pálmey Gísladóttir, Róbert Bender, Vilhjálmur Bjarnason og Þórarinn Einarsson. Varamenn voru kjörnir: Guðrún Indriðadóttir, Sigurður Bjarnason, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Sigrún Jóna Sigurðardóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson og Kristján Þorsteinsson.

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna samþykkti einnig svohljóðandi ályktun:

“Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna haldinn þann 21. maí 2015  mótmælir harðlega vaxandi völdum og yfirgangi fjármálaafla í íslensku þjóðfélagi sem leiðir af sér skuldaþrældóm, eignaleysi og landflótta.

Fundurinn krefst þess einnig að gildandi lög um neytendavernd í lánastarfsemi verði virt af dómstólum og endir verði bundinn á það vaxta - og verðtryggingarokur sem hefur valdið íslenskum almenningi ómældu tjóni í marga áratugi.”

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna