Menu
RSS

Flýtimeðferðarákvæði laga um neytendalán í tvítugsafmælisgjöf

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli neytenda á því að samkvæmt nýjum lögum um neytendalán sem samþykkt voru í mars síðastliðnum hefur tekið gildi bráðabirgðaákvæði um heimild neytenda til að sækja um flýtimeðferð mála fyrir dómstólum vegna ágreinings er varðar lögmæti verðtryggingar í lánssamningum.

Rétt er að taka fram að flýtimeðferðarákvæðið gildir jafnt fyrir alla neytendur með verðtryggð lán, þar á meðal þau sem eru verðtryggð með gengistengingu. Athygli er vakin á því að bráðabirðgaákvæðið gildir aðeins til 1. september næstkomandi að óbreyttu, en samtökin munu beita sér fyrir þeirri kröfu að gildistími ákvæðisins verði framlengdur.

Neytendur sem kunna að hyggja á málshöfðun í því skyni að láta reyna á lögmæti verðtryggðra lánssamninga eru hvattir til þess að nýta sér umrædda flýtimeðferð með því að óska sérstaklega eftir því við málshöfðun samkvæmt ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála.

Loks vilja Hagsmunasamtök heimilanna óska íslenskum neytendum til hamingju með 20 ára afmæli laga um neytendalán, sem er í dag 13. apríl, en þau tóku fyrst gildi í upphaflegu formi árið 1993.

    - fyrir hönd stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna

Á þessum tímamótum er auk þess vel við hæfi að Hagsmunasamtök heimilanna taka nú í notkun nýja og bætta heimasíðu. Verður í framhaldinu unnið að betra skipulagi efnis á síðunni svo það verði aðgengilegra ásamt því að koma upp gagnasafni með efni úr starfi samtakanna og frá opinberum heimildum.

(Mynd fengin að lán frá PinkCakeBox.com)

 

Read more...

Málflutningur um frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs

Í gær fór fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekist var á um frávísunarkröfu í prófmáli gegn Íbúðalánasjóði (ÍLS) vegna verðtryggðs fasteignaláns sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa staðið að undirbúningi á. Ríkislögmaður fer með málið fyrir hönd ÍLS og krafðist frávísunar málsins frá dómi vegna meintra formgalla. Í stefnunni gegn ÍLS er byggt á lögum um neytendalán (nr. 121/1994), og rök færð fyrir því að verðtryggðir lánasamningar sem brjóta gegn skýrum ákvæðum laganna um upplýsingagjöf um heildarlántökukostnað til neytenda séu ólöglegir og því óheimilt sé að innheimta kostnað af þeim.

Úrskurður dómara um frávísunarkröfuna mun liggja fyrir á næstu vikum. Hafni dómarinn frávísunarkröfu mun lögmaður stefnenda fara fram á flýtimeðferð í aðalmeðferð málsins, en í nýjum lögum um neytendalán er að finna ákvæði um flýtimeðferð mála um lögmæti verðtryggingar lána, sem var samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok. Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á því að ákvæðið um flýtimeðferð gildir jafnt fyrir alla sem vilja leita úrlausnar dómstóla um ágreining vegna verðtryggingar neytendalána, einnig þeirra sem eru verðtryggð miðað við gengi erlendra gjaldmiðla.

Read more...

Ályktun stjórnar HH: Lánveitendur beri ábyrgð á rangri framkvæmd verðtryggingar

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) vill að gefnu tilefni árétta að fyrirliggjandi dómsmál um lögmæti verðtryggingar byggist alfarið á rökum sem einungis eru reist á grundvelli gildandi laga á Íslandi. Ekkert í þeim málatilbúnaði byggir á neinum tilgátum um ranga innleiðingu tilskipana um neytendarétt, heldur þvert á móti á móti á réttri og vandaðri innleiðingu þeirra í lög hér á landi frá upphafi. Sé hinsvegar einhver vafi um það hvað þau þýði megi gjarnan skýra lögin um neytendalán með hliðsjón af fyrirmælum þeirra tilskipana sem voru innleidd á sínum tíma.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna