Menu
RSS

Bloomberg fjallar um málsókn vegna verðtryggðs fasteignaláns

Í gær fjallaði Bloomberg um málsókn vegna verðtryggðs láns sem HH standa að baki og möguleg áhrif þess ef málið vinnst fyrir dómstólum. Í grein Bloomberg segir meðal annars:

"Iceland’s banks are facing $3.3 billion in additional writedowns as the nation’s biggest homeowner protection group throws its weight behind borrowers suing their lenders for indexing mortgages to inflation.

Banks, which lost a similar case in 2010 for linking loans to foreign exchange rates, have already forgiven $2.1 billion in debt since Iceland’s 2008 crisis wiped out its financial industry. In two separate lawsuits, banks are now being sued for selling inflation-linked loans that allegedly clash with European Economic Area laws banning unfair terms in consumer contracts.

Vilhjalmur Bjarnason, chairman of the Homes Association in Reykjavik, which represents 10 percent of Iceland’s homeowners, is urging the courts to correct the injustice to borrowers he says followed a 2008 krona slump that sent inflation soaring as high as 19 percent. Gains in the consumer price index have added as much as 400 billion kronur ($3.3 billion) to private debt burdens, Bjarnason said in an interview."

Varðandi lögmæti verðtryggingar segir í greininni:  “We’re in no doubt that the way the inflation indexation has been carried out is illegal, Bjarnason said. The case is due to be heard by the District Court of Reykjavik later this month, he said."


Greinina í heild sinni má lesa hér

 

 

Read more...

HH undirbúa nýja stefnu gegn Íbúðalánsjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. apríl sl. þar sem vísað var frá dómi málsókn gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns, sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki.  Frávísunarkrafan kom frá ríkislögmanni fyrir hönd Íbúðalánasjóðs.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að kröfugerðin fæli í sér að dómstólar skýrðu tilgreind ákvæði laga án þess að það tengdist úrlausn um ákveðið sakarefni. Bryti hún því í bága við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var því ákvörðun héraðsdóms um frávísun málsins staðfest.

Málshöfðunin byggir meðal annars á þeirri forsendu að lánasamningur hins verðtryggða fasteignaláns standist ekki kröfur þær sem skýrt er kveðið á um í lögum um neytendalán (nr. 121/1994) varðandi það að tæmandi upplýsingar um heildarlántökukostnað skuli liggja fyrir við undirritun lánasamninga, miðað við raunverulegar forsendur.

Málinu er þó hvergi nærri lokið og hafa stefnendur í málinu í samráði við lögfræðing og með stuðningi Hagsmunasamtaka heimilanna tekið ákvörðun um að leggja fram nýja stefnu í Héraðsdómi Reykjavíkur sem allra fyrst.

Málsókn af þessu tagi er kostnaðarsöm og hefur sérstakur málsóknarsjóður verið stofnaður til að standa straum af kostnaði. Félagsmenn HH sem og aðrir sem láta sig málið varða eru hvattir til að leggja málefninu lið með fjárframlögum inn á reikning nr. 1110-05-250427, kennitala: 520209-2120. Öll framlög skipta máli því margt smátt gerir eitt stórt! 

Read more...

Neytendavernd og nauðungarsölur - íslensk þýðing Evrópudóms

Hagsmunasamtök heimilanna hafa látið gera löggilda íslenska þýðingu á dómi Evrópudómstólsins í máli nr. C-415/11 er varðar neytendavernd við nauðungarsölur og aðrar fullnustugerðir. Dómurinn byggist að stærstum hluta á tilskipun 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum, sem hefur verið innleidd í íslenskan rétt með reglum sem skráðar voru í undirliði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (samningalög) samkvæmt lögum nr. 14/1995.

Samkvæmt niðurstöðu dómsins ber að skilja tilskipun 93/13 sem svo að hún geti náð til bæði skráðra og óskráðra samningsskilmála, þar á meðal um gjaldfellingu og nauðungarsölu til fullnustu veðkröfu, einnig þegar um er að ræða lögkveðna skilmála sem ekki hefur verið samið um sérstaklega við neytanda. Jafnframt útiloki hún lagareglur sem svipta neytanda möguleika á að bera fram ástæður fyrir andmælum sem byggja á óréttmæti samningsákvæðis, við málsmeðferð fullnustu eða nauðungarsölu vegna veðkröfu á grundvelli þess. Ekki má hindra neytandann í að leita réttar síns um réttmæti þeirra samningsskilmála áður en fullnustu lýkur. Telja má hugsanlegt að þetta geti þar með átt við um skilmála á borð við þá sem eru algengir í lánssamningum hér á landi, sem eru til þess fallnir að gera kröfuhafa kleift að beiðast nauðungarsölu án undangengins dómsúrskurðar, þar sem neytendum er ekki gefinn kostur á neytendavernd við málsmeðferð beiðinnar og nauðungarsölu hjá sýslumanni.

Hagsmunasamtök heimilanna telja niðurstöður dómsins skýrar og fela það í sér að í raun sé óheimilt að ljúka fullnustugerðum, þar á meðal nauðungarsölum, í tilfellum þar sem neytandi hreyfir ágreiningi vegna samningsskilmála sem þykja óréttmætir. Samkvæmt lögum nr. 90/1991 um nauðungarsölur skal meta beiðni um nauðungarsölu með hliðsjón af því hvort uppboðsheimild sé gild, og nær það meðal annars til þess hvort fjárhæð kröfu sé rétt tilgreind á uppboðsbeiðni. Sé hún það ekki, til dæmis ef um er að ræða lánskostnað sem óheimilt er að innheimta samkvæmt lögum nr. 121/1994 um neytendalán, ber að synja slíkri beiðni, og getur það átt við um lánssamninga með ólögmæta skilmála um verðtryggingu eða þar sem lánskostnaður er ekki skýrt tilgreindur.

Eftirfarandi eru helstu niðurstöður Evrópudómstólsins í málinu nr. C-415/11:

1) Tilskipun Evrópuráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993, varðandi óréttmæt ákvæði í neytendasamningum, ber að túlka á þann hátt að hún útiloki lagareglu  aðildarríkis, eins og þeirri sem deilan stendur um í aðalmálsmeðferðinni, sem jafnframt því að hún kveður ekki á um möguleika á að bera fram ástæður fyrir andmælum, innan ramma málsmeðferðar vegna fullnustu veðkröfu, sem byggja á óréttmæti samningsákvæðis sem rétturinn til að leita fullnustunnar grundvallast á,  leyfir ekki að dómstóll sem hefur til meðferðar mál til að fá viðurkenningardóm, og sem hefur lögsögu til að meta óréttmæti þessa ákvæðis, geri varúðarráðstafanir til bráðabirgða, þar á meðal og sérstaklega til að fresta málsmeðferðinni vegna fullnustu veðkröfu, en gerð slíkra ráðstafana er nauðsynleg til að tryggja fulla skilvirkni lokaákvörðunar hans.

2) 1. málsgrein 3. gr. tilskipunar 93/13 ber að túlka þannig að hún  merki að:

     - hugtakið „umtalsvert ójafnvægi“, neytandanum til tjóns, verði að meta í ljósi greiningar á þeim lagareglum ríkisins sem eiga við þegar ekki hefur verið gert samkomulag á milli aðilanna, til þess að ákvarða hvort, og ef svo er, að hve miklu leyti samningurinn setur neytandann í óhagstæðari lagalega stöðu en þá sem gildandi löggjöf ríkisins gefur tilefni til. Jafnframt er viðeigandi í þessum tilgangi að kanna lagalegu stöðu þessa neytanda með tilliti til þeirra fjárráða sem hann hefur, til þess að, í samræmi við lagareglur ríkisins, koma í veg fyrir áframhaldandi beitingu óréttmætra ákvæða;  

     - til þess að meta hvort ójafnvægi komi upp „þrátt fyrir kröfurnar um góða trú“, skal  kanna hvort seljandinn eða veitandi þjónustu, er þeir sömdu við neytandann af sanngirni og réttsýni, gætu hafa áætlað með nokkurri vissu að hin síðarnefndi mundi samþykkja slíkt ákvæði innan ramma einstaklingsbundinna samningaumleitana.

3. málsgrein 3. gr. tilskipunar 93/13 ber að túlka þannig að hún merki að viðaukinn sem þetta ákvæði vísar til innifeli aðeins leiðbeinandi og ekki tæmandi lista yfir ákvæði sem kunna að teljast óréttmæt.

Hér má sjá dóminn í heild i löggildri íslenskri þýðingu:

Samkvæmt ákvæðum 73. gr. nauðungarsölulaga getur gerðarþoli (neytandi) lýst því yfir við fyrirtöku sýslumanns þar sem kveðin er upp ákvörðun um að nauðungarsala fari fram, að hann vilji leita úrlausnar héraðsdómara um gildi þeirrar ákvörðunar sýslumanns, og skal sýslumaður þá þegar í stað stöðva frekari aðgerðir við nauðungarsöluna að því leyti sem þær geta verið háðar umdeildri ákvörðun hans, bóka um yfirlýsinguna í gerðabók og afhenda gerðarþola svo fljótt sem unnt er staðfest eftirrit framlagðra gagna og endurrit úr gerðabók er varða ágreiningsefnið. Hagsmunasamtök heimilanna beina þeim tilmælum til sýslumanna að virða gildandi lög, reglur, alþjóðasamninga og mannréttindi. Vakin er athygli á hugsanlegri ábyrgð gagnvart gerðþolum sé brotið á stjórnarskrárvörðum eignarrétti og friðhelgi heimila þeirra, og jafnvel refsiábyrgð sem skapast getur skv. 130. gr. almennra hegningarlaga gerist handhafi opinbers úrskurðarvalds um lögskipti sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess.

Á nýafstöðnum aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna var samþykkt sérstök ályktun um sveitarstjórnir og nauðungarsölur, þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að stemma stigu við nauðungarsölum og heimilisleysi af völdum þeirra, og meðal annars vakin athygli á þeim möguleika að slíkt yrði fjármagnað með álagningu nógu hárra fasteignagjalda á húsnæði sem fjármálafyrirtæki hafa þannig eignast í því skyni að standa undir kostnaði vegna þess eða annars húsnæðis sem leigja þarf til að veita viðkomandi fjölskyldum húsaskjól. Minnst ein hreppsnefnd hefur nú þegar brugðist við og samþykkt samhljóða að leitað verði formlegs álits hjá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um réttaráhrif þess að sveitarfélag lýsi því yfir við embætti sýslumanns að það leggist gegn því að bjóða upp fasteignir gerðarþola í fullnustuaðgerðarmálum vegna verðtryggðra lána. Hagsmunasamtök heimilanna vonast til þess að birting íslenskrar þýðingar á dómi Evrópudómstólsins nú megi verða til þess að auðvelda leit að svörum við þeirri spurningu hvernig skýra beri íslensk lög með hliðsjón af réttaráhrifum reglna EES-svæðisins á nauðungarsölur, og hver gætu þar af leiðandi orðið áhrif þess að sitja aðgerðalaus hjá þegar sýslumenn á vegum ríkisvaldsins bjóða upp heimili íbúa sveitarfélaga án þess að neytendaverndar sé gætt. Mikilvægt er að sveitarstjórnir bregðist ekki skyldum sínum við íbúana, og eru skilaboðin í þeim efnum skýr af hálfu HH:

Ekki gera ekki neitt!

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna