Menu
RSS

Álitsgerð um leiðréttingu gjaldeyrislána neytenda

Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að birta álitsgerð um rétt neytenda til leiðréttinga lána í erlendum gjaldmiðlum. Eins og kemur fram í álitsgerðinni er hér þó aðeins um að ræða lágmarksrétt sem á eingöngu við um lán í erlendum gjaldeyri.

Afstaða samtakanna hvað þetta varðar er reyndar sú að til þess að geta talist vera í erlendum gjaldmiðlum hljóti slík lán að þurfa að hafa verið greidd út í þeim gjaldmiðlum. Þar sem engin dæmi eru um að það hafi verið raunin og fasteignaviðskipti hér á landi fara almennt fram í íslenskum krónum, hljóta slík lán einnig að vera í íslenskum krónum og tenging þeirra við erlenda gjaldmiðla hlýtur þar með að fela í sér ólögmæta gengistryggingu. Þetta hafa sumir lánveitendur þó ekki viðurkennt og er því enn um það deilt fyrir dómstólum.

Álitsgerðinni er þar af leiðandi ekki ætlað að marka ítrasta rétt neytenda vegna ólögmætrar gengistryggingar, og er mikilvægt að taka mið af því við lestur hennar og notkun. Rétt er að benda sérstaklega á viðauka í lok álitsgerðarinnar þar sem má finna samantekt í stuttu máli á því hvenær sé réttur sem um ræðir á við og hvenær ekki, og með hvaða hætti getur verið við hæfi að bera þeim rétti fyrir sig, til dæmis í málaferlum.

Read more...

augLýsing í Fréttablaðinu

Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 8. mars birtist auglýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna starfshátta Lýsingar hf. Tilgangur auglýsingarinnar er að vekja athygli á margvíslegum atriðum sem samtökin hafa orðið áskynja um vegna erinda sem borist hafa frá félagsmönnum og öðrum fyrirliggjandi gögnum er varða starfshætti fyrirtækisins.

Í tengslum við auglýsinguna hefur verið gerð samantekt á skýringum þeirra atriða sem koma fram í henni. Hér fyrir neðan gefur að líta auglýsinguna ásamt meðfylgjandi skýringum:

Neytendur sem telja sig eiga inneign hjá Lýsingu eða öðrum lánafyrirtækjum eru hvattir til þess að senda formlegt bréf til að krefjast endurgreiðslu, og geta nýtt sér til þess staðlað endurkröfubréf sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið í þeim tilgangi. Einnig er athygli vakin á því að samtökin bjóða nú þá þjónustu að láta gera endurútreikninga á lánum samkvæmt lögum um neytendalán, nánari upplýsingar um það má finna með því að smella [HÉR].

Read more...

Yfirlýsingar Lýsingar hf. í dómsmáli teknar gildar sem trygging fyrir hagsmunum neytenda.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) hefur ákveðið að óska eftir endurupptöku hæstaréttar á dómsmáli samtakanna gegn Lýsingu hf., þar sem krafist var lögbanns á innheimtu fyrirtækisins vegna ólögmætra gengislána (mál nr. 519/2013). Hæstiréttur kvað upp dóm þann 19. september og staðfesti þá úrskurð héraðsdóms í málinu um að hafna kröfu HH um lögbann.

Samtökin hafa heimild til lögbannsaðgerða í þágu heildarhagsmuna neytenda (á grundvelli laga nr. 141/2001) og reistu lögbannskröfu sína á þeirri heimild. Hér er um að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir lántakendur þar sem Lýsing hefur þráast við að endurreikna lán í kjölfar gengislánadóma hæstaréttar (t.d. nr. 600/2011 og nr. 464/2012) og haldið því fram að dómarnir hefðu ekki fordæmisgildi fyrir samninga fyrirtækisins.

Hæstiréttur telur að hagsmunir neytenda í þessu máli séu nægilega tryggðir með skaðabótarétti og byggir það mat á yfirlýsingum Lýsingar um meintan varasjóð í þágu skuldara, en í dómnum segir að varnaraðili (Lýsing) hafi:

“lýst því yfir að hann hafi, eftir tilmælum Fjármálaeftirlitsins 1. mars 2012 um varúðarráðstafanir í þágu skuldara vegna réttaróvissu, gripið til sérstakra öryggisráðstafana til að tryggja hagsmuni viðskiptamanna sinna með stofnun varasjóðs í þágu skuldara vegna óvissu um mögulegar ofgreiðslur og að hann muni ekki ráðstafa honum fyrr en réttaróvissu hafi verið eytt. Þá hefur varnaraðili lýst því yfir í kjölfar dóms Hæstaréttar 30. maí 2013 í máli nr. 50/2013, sem varði bílasamning, að hann hafi hafið undirbúning nýs útreiknings hluta samninga sinna sem áður voru gengistryggðir. Felst í yfirlýsingum þessum næg trygging fyrir því að hagsmunir lántakenda verði ekki fyrir borð bornir”.

Það er óneitanlega sérstakt að æðsti dómstóll landsins telji yfirlýsingar hins meinta brotlega aðila næga tryggingu fyrir því að hagsmunir meints brotaþola séu ekki fyrir borð bornir. Það skal skýrt tekið fram að Lýsing lagði engar sannanir fram um tilvist hins meinta varasjóðs eða stöðu hans. Hæstiréttur heldur því jafnframt fram í dómi sínum að Hagsmunasamtök heimilanna hafi engin haldbær gögn lagt fram sem sýni að ástæða sé til að óttast um greiðslugetu varnaraðila. Þetta er einfaldlega rangt því samtökin lögðu einmitt fram ítarlega greinargerð þessu til stuðnings, sem byggðist meðal annars á ársreikningum Lýsingar. Þá vekur furðu að því hafi hreinlega verið hafnað að málið yrði leitt til efnislegrar niðurstöðu.

Jafnframt byggist endurupptökubeiðni HH á nýtilkomnum dómi hæstaréttar í máli Lýsingar gegn lántakanda (nr. 672/2012) og viðbrögðum Lýsingar við honum. Hæstiréttur dæmdi fyrirtækið þar til að endurgreiða lántakanda ofgreiðslur í samræmi við lög um neytendalán. Lýsing hefur skilgreint fordæmisgildi þessa dóms afar þröngt og í þeim fáu tilfellum sem fyrirtækið hefur fallist á að endurreikna samninga hefur það ekki verið gert að fullu leyti í samræmi við ítrasta rétt neytenda, samkvæmt gögnum sem samtökunum hafa borist frá neytendum.

Hér má sjá sýnishorn af skilmálum og starfsháttum Lýsingar

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna