Menu
RSS

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast skýringa frá innanríkisráðherra.

Hagsmunasamtök heimilanna skoruðu í vikunni á innanríkisráðherra að skýra fullyrðingar sínar um að stöðvun á nauðungarsölum gangi gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Einnig að gefa lögfræðilegar skýringar á því hvernig stöðvun nauðungarsala geti gengið gegn réttindum þeirra sem þegar hafa misst heimili sín í slíkum fullnustugerðum, en því hefur ráðherrann einnig haldið fram.

Ráðherrann hefur engu svarað og því ítreka samtökin áskorun sína hér með, og krefjast þess að fá svör við þessum spurningum. Alls hafa heimili 260 fjölskyldna verið auglýst á nauðungarsölum á vefnum syslumenn.is það sem af er októbermánuði. Það hlýtur að teljast lágmarks kurteisi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra skýri nánar fyrir þeim einstaklingum sem hér eiga í hlut, og þeirra sem nú bíða fullnustugerða á heimilum sínum, hvers vegna ríkisstjórnin hefur ekki nú þegar stöðvað nauðungarsölur sem HH hafa margítrekað að eru ólögmætar nema dómsúrskurður liggi fyrir.

Read more...

Nauðungarsölur fimmtudaginn 17. október 2013

10 fjölskyldur missa heimili sín í dag, fimmtudaginn 17. október 2013!

Heimilin verða boðin upp af sýslumönnum í Reykjavík, Selfossi og Hafnarfirði. Fulltrúar HH áttu fund með innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í síðustu viku þar sem krafa samtakanna um stöðvun nauðungarsala var ítrekuð enn og aftur. Á fundinum og í fjölmiðlum í kjölfar hans bar ráðherrann því fyrir sig að samkvæmt álitið "helstu sérfæðinga á þessu sviði" gangi stöðvun á nauðungarsölum gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Af þeim sökum geti stjórnvöld ekkert gert tið að stöðva slíka gjörninga.  HH hafa nú skorað á ráðherra að skýra þetta nánar. Einnig hefur verið skorað á Hönnu Birnu að gefa lögfræðilegar skýringar á því hvernig stöðvun nauðungarsala geti gengið gegn réttindum þeirra sem þegar hafa misst heimili sín í slíkum fullnustugerðum, en þeim rökum hefur ráðherrann einnig beitt fyrir sig í þessu máli.

 

Read more...

Áskorun til innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Eftir umfjöllun Hagsmunasamtaka heimilanna undanfarna daga um stöðvun nauðungarsala og gjaldþrota skorar stjórn HH á innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að skýra nánar fullyrðingar sínar um að stöðvun á nauðungarsölum gangi gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Á fundi með fulltrúum HH í síðustu viku, og í fjölmiðlum undanfarna daga í kjölfar þess fundar hefur ráðherrann haldið því fram að álit “helstu sérfræðinga á þessu sviði” standi helst í vegi fyrir því að stjórnvöld stöðvi nauðungarsölur.

Samtökin hafa ítrekað farið fram á að nauðungarsölur verði stöðvaðar, enda eru nauðungarsölur vegna neytendalána ólögmætar nema dómsúrskurður liggi fyrir. Nauðungarsölurnar fara auk þess fram á meðan beðið er boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum, en slíkar aðgerðir myndu jafnvel, ef af þeim verður, forða fjölmörgum af þeim fjölskyldum sem í hlut eiga frá því að missa heimili sín.

Einnig er skorað á innanríkisrráðherra að gefa lögfræðilegar skýringar á því hvernig stöðvun nauðungarsala geti gengið gegn réttindum þeirra sem þegar hafa misst heimili sín í slíkum fullnustugerðum, en þeim rökum hefur ráðherrann einnig beitt fyrir sig í þessu máli. Það ætti að vera leikur einn fyrir áðurnefnt einvalalið sérfræðinga stjórnvalda að svara þessum einföldu spurningum fyrir ráðherrann og okkur í Hagsmunasamtökum heimilanna.  Svar óskast strax því þau heimili sem um ræðir þola enga bið!

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna