Menu
RSS
Viðburðir

Viðburðir (40)

Kynning formanns á fundi í Háskólabíó

Myndband af kynningu formanns

Ég vil þakka öllum viðstöddum fyrir komuna og ég vil sérstaklega þakka þeim sem eru með framsögu og í pallborði fyrir að gefa sér tíma til koma að ræða málefni verðtryggingarinnar og vera til svara til almennings.

Megin stef fundarins er málsókn gegn verðtryggingu en áður en ég gef stjórnina á fundinum til fundarstjóra vil ég segja þetta:

Við höfum verið í 4 ár að berjast gegn blekkingum, svikamyllum og snákaolíusölumennsku á neytendalánamarkaði og leiðréttingu á órétti sem af slíku hefur hlotist. Ef ekki væri fyrir það að ríkisvaldið stóð að hönnun og útbreiðslu þess fyrirbæris sem verðtrygging húsnæðislána er, stæðum við ekki frammi fyrir þeim vanda sem nú er við að etja. Það er og verður hlutverk stjórnmálamanna að vinda ofan af afleiðingum verðtryggingar, sama hvað dómsmálum líður. Vandinn vex um hver mánaðarmót, fleiri og fleiri heimili verða eignalaus og ógjaldfær. Þessi þróun er á allan hátt niðurdrepandi fyrir samfélagið okkar. Við höfum varað við þessari þróun og nú hefur hún raungerst í vanskilum til ÍLS sem nemur tugum milljarða. Allt tap ÍLS er vegna vanskila.

Að lokum vil ég þakka þeim mikla fjölda einstaklinga, félaga of fyrirtækja sem hafa lagt fram fé til þessarar baráttu. Án ykkar framlaga væri ekkert að gerast. Minni á heimasíðuna www.heimilin.is.

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna

Ólafur Garðarsson

Read more...

Aðalfundur í Sjómannaskólanum 27. apríl

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna var þriðjudagskvöldið 27. apríl 2010

Fundurinn var góður en teygðist helst til mikið í annan endann. Kjörin var ný stjórn og gerðar voru breytingar á samþykktum. Sjórn var falið að útfæra kröfur samtakanna nánar. Baldur Pétursson flutti erindi um áhættustjórnun og endurreisn. Marinó G Njálsson kynnti tillögu sína um lausnarleið.

Ný aðalstjórn er sem hér segir:

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir
Arinbjörn Sigurgeirsson
Friðrik Ó Friðriksson
Marinó G Njálsson
Ólafur Garðarsson 
Vilhjálmur Bjarnason
Þorvaldur Þorvaldsson

Read more...

Alþingi götunnar - Stofnyfirlýsing

Mynd fengin að láni frá SvipunniVið erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.

Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.

Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.

Read more...

Austurvöllur 27. feb.

Tólfti og síðasti samstarfsfundur HH og NÍ fór vel þrátt fyrir mikla snjókomu. Gunnar Skúli frá Attac flutti ræðu, Lúðvík fór með kröfur NÍ, Theódór flutti ræðu fyrir hönd Greiðsluverkfallsstjórnar og Aðalsteinn Baldursson frá Stéttarfélaginu Framsýn kom í heimsókn frá Húsavík og þrumaði yfir vellinum með miklum norðlenskum krafti.

Í lokin sagði fundarstjóri - Guðrún Dadda HH, frá því að laugardaginn 6 mars kl. 14 verða stigin mikilvæg skref með kröfugöngu niður Laugaveginn þar sem endað verður á Austuvelli. Þá mun Alþingi götunnar verða stofnað með formlegum hætti.

Read more...

HINGAÐ OG EKKI LENGRA - Iðnó 18. feb.

Fundurinn í Iðnó heppnaðist í alla staði vel, fundargestir voru um 150. Nokkrir alþingismenn voru viðstaddir en Lilja Mósesdóttir þingmaður vinstri grænna flutti erindi um svokallað Lyklafumvarp en hún ásamt þverpólitískum hópi þingmanna eru flutningsmenn þess. Formaður greiðsluverkfallsstjórnar flutti stutta tölu frá geiðsluverkfallsstjórninni og Sveinn Óskar Sigurðsson viðskiptafræðingur flutti erindi um gengistryggingu og hina ýmsu hliðar hennar hvað varðar peningastefnu Seðlabankans. Héðinn Unnsteinsson flutti kynningu á væntanlegum opnum fundi Félags um lýðheilsu á Íslandi 24. febrúar í Iðnó. Hann reifaði einnig í stórum dráttum ýmislegt er varðar stjórnsýsluna við mikinn fögnuð viðstaddra.

Eftir því sem við fáum erindin til okkar í skriflegu formi verða þau birt hér á heimasíðunni.

 

Read more...

Austurvöllur - 13. feb 2010

Á milli 800 og 1000 manns sóttu kröfu/samstöðufund HH og NÍ laugard. 13. febrúar 2010. Ræðumenn voru Ólafur Garðarsson og Ásta Hafberg, fundarstjóri Guðrún Dadda Ásmundardóttir. Lúvík Lúðvíksson NÍ hélt einnig stutta tölu. Í lokin röppuðu Móri og Messías. Þess má geta að lagið þeirra var samið 2001 en smellpassar við núverandi ástand. Sjá má og heyra ræðurnar og í listamönnunum á hjara veraldar.

Read more...

Austurvöllur - Stöndum vörð um heimilin

Stöndum vörð um heimilin – Ræða á Austurvelli 6.02.2010

Marinó G. Njálsson

Fyrir tæpu ári hélt ég ræðu hér á Austurvelli.  Hún byrjaði á þessum orðum:

„Það er komin ný ríkisstjórn og það örlar á breytingum, enda tími til kominn.“

Mikið hafði ég rangt fyrir mér.  Ég, eins og svo margir aðrir, lét blekkjast af fögrum orðum Jóhönnu og Steingríms um að þau ætluðu að slá skjaldborg um heimilin.  Ég misskildi málið og áttaði mig ekki á því að skjaldborgin var til að tryggja að heimilin færu ekkert og peningarnir bara til bankanna.  Það átti að tryggja að fjármálafyrirtækin næðu til sín eignum heimilanna eins hratt og hægt væri.

Read more...

Ræða Atla Steins Guðmundssonar Austurvelli

Ræða: Atli Steinn Guðmundsson
Flutt á Austurvelli 23.01.10
Dreifið sem víðast

Góðir Íslendingar

Náttum fóru seggir
negldar vóru brynjur,
skildir bliku þeirra
við inn skarða mána.

Þetta stutta en firnasterka vísukorn er komið úr Völundarkviðu og lýsir orrustu sem er okkur fjarlæg og óþekkt. Kveðskapurinn á þó vel við hér í okkar samfélagi ársins 2010 þar sem sannarlega hafa seggir farið hér um að næturþeli og búið þjóðinni kaldar kveðjur með ósýnilegu og torskildu hagkerfi sem nú er á góðri leið með að binda íslenska skattgreiðendur á þann klafa sem lengi mun uppi verða. Ræðuna má sjá og heyra á vef hjariveraldar.is.

Read more...

Kröfufundur Austurvelli 16. jan. kl. 15:00

Vilhjálmur BirgissonFólkið mótmælir okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna.

Samkvæmt talningu voru tæplega 400 manns á Austurvelli laugardaginn 16. janúar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi frá Akranesi og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í HH tóku til máls og Lúðvík Lúðvíksson (NÍ) stjórnaði fundinum.

Skorað var á alþingismenn að mæta og tóku þó nokkrir þeirri áskorun.  Vinstri grænir voru á flokkráðsfundi á Akureyri. Nýtt Ísland vakti eitthvað af þingmönnum um morguninn, þ.á.m. Árna Pál Árnason.

Vilhjálmur Birgisson var ekkert að skafa af því og skaut m.a. föstum

Read more...

Kröfufundur á Austurvelli laugardaginn 9. jan.

Laugardaginn 9. jan. 2010 kl. 15:00 var haldinn fimmti kröfufundur Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli. Ræðumenn voru Guðrún Dadda Ásmundardóttir (stjórn HH), Guðrún Ólafsdóttir, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir og Magnús Magnússon. Fjölmiðlar töldu að á fundinn hefðu mætt um 700 manns. Heyra má og sjá ræður fundarins hér á vefnum hjariveraldar.is
Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna