Kynning formanns á fundi í Háskólabíó
- Published in Viðburðir
- Written by Ólafur Garðarsson
- Be the first to comment!
Ég vil þakka öllum viðstöddum fyrir komuna og ég vil sérstaklega þakka þeim sem eru með framsögu og í pallborði fyrir að gefa sér tíma til koma að ræða málefni verðtryggingarinnar og vera til svara til almennings.
Megin stef fundarins er málsókn gegn verðtryggingu en áður en ég gef stjórnina á fundinum til fundarstjóra vil ég segja þetta:
Við höfum verið í 4 ár að berjast gegn blekkingum, svikamyllum og snákaolíusölumennsku á neytendalánamarkaði og leiðréttingu á órétti sem af slíku hefur hlotist. Ef ekki væri fyrir það að ríkisvaldið stóð að hönnun og útbreiðslu þess fyrirbæris sem verðtrygging húsnæðislána er, stæðum við ekki frammi fyrir þeim vanda sem nú er við að etja. Það er og verður hlutverk stjórnmálamanna að vinda ofan af afleiðingum verðtryggingar, sama hvað dómsmálum líður. Vandinn vex um hver mánaðarmót, fleiri og fleiri heimili verða eignalaus og ógjaldfær. Þessi þróun er á allan hátt niðurdrepandi fyrir samfélagið okkar. Við höfum varað við þessari þróun og nú hefur hún raungerst í vanskilum til ÍLS sem nemur tugum milljarða. Allt tap ÍLS er vegna vanskila.
Að lokum vil ég þakka þeim mikla fjölda einstaklinga, félaga of fyrirtækja sem hafa lagt fram fé til þessarar baráttu. Án ykkar framlaga væri ekkert að gerast. Minni á heimasíðuna www.heimilin.is.
F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna
Ólafur Garðarsson